Ekið á hjólreiðamann og gangandi vegfarenda

Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í höfuðborginni í …
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í höfuðborginni í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekið var á hjól­reiðamann á gatna­mót­um Reyn­is­vatns­veg­ar og Vík­ur­veg­ar í Grafar­vogi rétt fyr­ir klukk­an 8 í morg­un.

Að sögn Árna Friðleifs­son­ar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, barst lög­regl­unni til­kynn­ing um slysið klukk­an 7.50 og var hjól­reiðamaður­inn flutt­ur með sjúkra­bif­reið á sjúkra­hús með áverka á fæti en til­drög slyss­ins eru ókunn.

Tæp­um stund­ar­fjórðungi síðar barst lög­regl­unni til­kynn­ing um að ekið hafi verið á gang­andi veg­far­enda á gatna­mót­um Sæ­braut­ar og Klepps­mýr­ar­veg­ar. Árni seg­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regl­an sé á staðnum og óskað hafi verið eft­ir sjúkra­bif­reið.

Árni seg­ir að lög­regl­an hafi fengið til­kynn­ingu um þriðja slysið skömmu síðar en eldri kona datt á gang­stétt og var hún flutt á sjúkra­hús með áverka á höfði.

„Það er mik­il rign­ing, dimmt yfir og slæmt skyggni og við hvetj­um fólk til að fara var­lega,“ seg­ir Árni Friðleifs­son.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert