Eldur í matartrukki við fjölbýlishús

Eldur kom upp í matartrukki í Kópavogi. Vel gekk að …
Eldur kom upp í matartrukki í Kópavogi. Vel gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Eyþór

Eldur kom upp í matartrukki við fjölbýlishús í Tröllakór í Kópavogi á níunda tímanum. Tveir bílar frá slökkviliðinu voru kallaðir til en vel gekk að slökkva eldinn að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu. Var því ákveðið að senda annan bílinn til baka. 

Eldurinn virðist hafa komið upp í vél bílsins en slökkviliðsmönnum á vettvangi tókst að slökkva eldinn áður en bíllinn varð alelda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert