Eldur í matartrukki við fjölbýlishús

Eldur kom upp í matartrukki í Kópavogi. Vel gekk að …
Eldur kom upp í matartrukki í Kópavogi. Vel gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Eyþór

Eld­ur kom upp í mat­artrukki við fjöl­býl­is­hús í Trölla­kór í Kópa­vogi á ní­unda tím­an­um. Tveir bíl­ar frá slökkviliðinu voru kallaðir til en vel gekk að slökkva eld­inn að sögn vakt­stjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Var því ákveðið að senda ann­an bíl­inn til baka. 

Eld­ur­inn virðist hafa komið upp í vél bíls­ins en slökkviliðsmönn­um á vett­vangi tókst að slökkva eld­inn áður en bíll­inn varð al­elda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert