Hlunnindin þarf að skoða betur

Kristinn Jónasson, lögmaður hjá KPMG
Kristinn Jónasson, lögmaður hjá KPMG

„Vissulega er þörf á því að endurskoða ákveðna þætti í launamálum íþróttamanna, svo sem hlunnindi og annað sem telst til tekna,“ segir Kristinn Jónasson, lögmaður hjá KPMG.

Mikil umræða hefur skapast um þau skilaboð Skattsins til íþróttafélaga að nú þurfi að setja þau á staðgreiðsluskrá vegna launa leikmanna og þjálfara.

Þegar allt er borið saman, segir Kristinn, væru útgjöld íþróttafélaga svipuð þó leikmenn væru teknir inn sem launþegar og fengju laun samkvæmt því. Hins vegar sé starfssamband þeirra sem í íþróttum starfa og félaga viðkomandi allt öðruvísi en gerist í öðrum greinum. Oft sé lítið annað í stöðunni, allra vegna, en að þjálfari eða leikmenn hverfi strax frá félagi þegar árangur sé ekki sá sem vænst sé. Sá sem víki sé þá laus mála og geti horfið til annarra verka, í stað þess að vera nánast eign síns gamla félags vegna launþegasambands vinnuréttar.

„Í knattspyrnu er alþekkt að leikmenn gangi kaupum og sölum, þá á sínum eigin forsendum, enda geta félögin ekki selt launþega,“ segir lögmaðurinn.

Fyrir íþróttafélög gætu ýtrustu kröfur Skattsins þýtt meiri fyrirhöfn við launamál og útreikninga, segir Kristinn. Sérstaklega gæti þetta verið íþyngjandi hjá allra minnstu félögunum. Nú bætist svo við að Skatturinn minnir á refsiábyrgð þeirra sem koma að skattskilum félaganna. Ef ekki eru staðin skil á staðgreiðslu og tryggingagjaldi launa fylgi slíku viðurlög. Með þessu sé hætt við að fólk gefi sig síður en ella að slíku samfélagslegu starfi.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert