HR útskrifaði 217 nemendur

Fimm nemendur luku doktorsprófi, tveir frá sálfræðideild, tveir frá verkfræðideild …
Fimm nemendur luku doktorsprófi, tveir frá sálfræðideild, tveir frá verkfræðideild og einn frá tölvunarfræðideild. Meistaranámi luku 34 nemendur og 155 nemendur grunnnámi. Þá luku 23 nemendur diplómanámi. Ljósmynd/HR/Kristinn Magnússon

217 nem­end­ur út­skrifuðust frá Há­skól­an­um í Reykja­vík við hátíðlega at­höfn í Eld­borg­ar­sal Hörpu á laug­ar­dag. Fimm nem­end­ur luku doktors­prófi, tveir frá sál­fræðideild, tveir frá verk­fræðideild og einn frá tölv­un­ar­fræðideild. Meist­ara­námi luku 34 nem­end­ur og 155 nem­end­ur grunn­námi. Þá luku 23 nem­end­ur diplóma­námi.

Flest­ir út­skrifuðust frá tækni­fræðideild eða alls 103. Frá tölv­un­ar­fræðideild út­skrifuðust 48 nem­end­ur og 26 frá viðskipta- og hag­fræðideild. Frá verk­fræðideild út­skrifuðust fimmtán nem­end­ur og ein­um færri frá laga­deild. Þá út­skrifuðust átta nem­end­ur frá sál­fræðideild og þrír frá íþrótta­fræðideild.

Líta á mennt­un sem fléttu en ekki línu

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir rektor rifjaði í ræðu sinni upp 60 ára sögu tækni­fræðideild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík en deild­in á ræt­ur sín­ar að rekja til Tækni­skóla Íslands sem sett­ur var í fyrsta sinn í októ­ber árið 1964.

Árið 2002 varð Tækni­skól­inn að Tækni­há­skóla Íslands og árið 2005 sam­einuðust Há­skól­inn í Reykja­vík og Tækni­há­skól­inn. Í dag er tækni­fræðideild ein af þrem­ur aka­demísku deild­um tækni­sviðs HR sem mennt­ar fólk í tækni­fræði, bygg­inga­fræði og iðnfræði.

„Við í Há­skól­an­um í Reykja­vík, og ég sem rektor, erum stolt af þess­ari sögu og af þeim fjöl­breyttu mögu­leik­um sem við bjóðum - m.a. í tækni­fræðideild. Við lít­um nefni­lega á mennt­un sem fléttu en ekki línu,“ sagði Ragn­hild­ur og hélt áfram:

„Mennt­un á ekki að vera þannig að þú far­ir inn á ein­um enda og spýt­ist svo full­mótuð eða -mótaður út á öðrum enda. Það hent­ar sum­um, en kannski fæst­um! Ef vel á að vera fer fólk í og úr mis­mun­andi námi, þjálf­un og nám­skeiðum eft­ir því sem þarf­ir og lang­an­ir þess - og sam­fé­lags­ins í kring­um það - breyt­ast.“

Ragnhildur Helgadóttir rektor rifjaði í ræðu sinni upp 60 ára …
Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir rektor rifjaði í ræðu sinni upp 60 ára sögu tækni­fræðideild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík og minnst­ist einnig meðal ann­ars á mik­il­vægi þverfag­legs vís­inda­starfs. Ljós­mynd/​HR/​Krist­inn Magnús­son

Þverfag­leik­inn lyk­il­atriði

Í ræðu sinni minnti Ragn­hild­ur einnig á mik­il­vægi þverfag­legs vís­inda­starfs.

„HR sinn­ir bæði tækni og sam­fé­lagi – og eitt af því sem við erum stolt­ust af er hve mik­il sam­vinna er þvert á svið og fag­grein­ar. Við vit­um að þverfag­leik­inn er lyk­il­atriði en skap­andi hugs­un skip­ir líka máli, sam­hygð og fjöl­breyti­leiki; að við erum sem bet­ur fer ekki öll að mennta okk­ur í því sama og við höf­um ólík áhuga­svið en við virðum og skilj­um áhuga hvers ann­ars.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert