Ríkisstjórn Íslands hefur boðar til blaðamannafundar klukkan 16 í dag.
Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að hann verði haldinn í forsætisráðuneytinu og að þar verði fjallað um fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar.
„Formenn stjórnarflokkanna munu segja frá þingmálaskrá og verkefnalista á vorþingi. Farið verður yfir ýmis frumvörp, reglugerðarbreytingar og aðrar aðgerðir á fyrstu 100 dögum nýrrar ríkisstjórnar,“ segir í tilkynningunni.