Það gengur í sunnan storm um austanvert landið í dag með hviðum víða yfir 35 m/s í vindstrengjum við fjöll, einkum frá Vík og austur á Egilsstaði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar á umferðin.is. Þar segir að hvass vindur verði og að blint verði í snjókomu með erfiðum akstursskilyrðum á heiðum um norðvestanvert landið í dag og fram á kvöld.
Í kvöld verður vindurinn suðvestlægari og hviður sums staðar yfir 40 m/s norðan til á landinu í vindstrengjum við fjöll, og jafnvel enn byljóttara um tíma í vindstrengjum í Eyjafirði og á utanverðum Tröllaskaga.
Veðurstofan hefur gefið út gular og appelsínugular veðurviðvaranir fyrir allt landið í dag og má víða búast við erfiðum akstursskilyrðum víða um land.