Varað er við vonskuveðri á landinu í dag og hafa verið gefnar út appelsínugular og gular viðvaranir fyrir allt landið.
Á Breiðafirði, Vestfjörðum, á Ströndum og norðurlandi vestra, Norðurlandi eysta, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og miðhálendinu taka appelsínugular viðvaranir gildi síðdegis í dag vegna stórhríðar en fram að því eru gular viðvaranir í gildi sem á öðrum stöðum á landinu.
Líkur eru á staðbundnu foktjóni á Norður- og Austurlandi og þá hefur stjórnstöð Landsnets varað við því að rafmagnstruflanir geti orðið á norðan- og austanverðu landinu vegna veðursins.
Það verður sunnan 18-25 m/s austanlands, annars breytileg átt 10-18 m/s. Síðdegis gengur í suðvestan og vestan 18-25 m/s og það kólnar með snjókomu eða éljum en styttir upp um landið austanvert.
Á morgun verður suðvestan og sunnan 10-18 m/s og éljagangur, en bjart að mestu um landið norðaustanvert. Það bætir í vindinn annan kvöld og það verður vægt frost á landinu.