Arnar og Ásta til Samfylkingarinnar

Arnar Þór Ingólfsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Arnar Þór Ingólfsson og Ásta Guðrún Helgadóttir.

Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður hefur sagt skilið við Heimildina og gengið til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar sem starfsmaður. Hann var áður blaðamaður Kjarnans áður en miðillinn sameinaðist Stundinni svo úr varð Heimildin.

Á Alþingi hittir hann fyrir Þórð Snæ Júlíusson, verðandi framkvæmdastjóra þingflokksins, sem áður ritstýrði Kjarnanum og svo Heimildinni.

Arn­ar og Þórður fengu verðlaun fyr­ir rann­sókn­ar­blaðamennsku árs­ins 2021 eft­ir frétta­skýr­ing­ar sín­ar þar sem ljóstrað var upp um óeðli­lega hags­muna­gæslu svo­nefndr­ar skæru­liðadeild­ar Sam­herja, að því er sagði í rök­stuðningi dómnefndar.

Píratar færst langt til vinstri

Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, verður einnig starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar ef marka má skráningu á vef Alþingis.

Fjallað var um ummæli hennar í nóvember að loknum alþingiskosningum.

Sagðist hún þá löngu komin á vagn Sam­fylk­ing­ar og sagði Pírata hafa færst langt til vinstri ef miðað væri við ræt­ur flokks­ins sem sner­ust um net­frelsi og aðrar frels­is­hug­sjón­ir.

Sagði hún Pírata hafa í grunn­inn verið hlynnta sósí­al­demó­kra­tískri hug­mynda­fræði þó að hann hefði í upp­hafi verið í ein­hvers kon­ar ung­linga­upp­reisn.

„Pírat­ar hafa hins veg­ar í seinni tíð verið að fær­ast æði mikið til vinstri og hafa sí­fellt í könn­un­um verið á svipuðum slóðum og Sam­fylk­ing­in og Viðreisn. Hægri­mennsk­an er löngu far­in úr Pír­öt­um, þó að það hafi kannski mátt segja að hún hafi lifað þar í ein­hver ár í upp­hafi,“ sagði Ásta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert