Vegurinn um Öxnadalsheiði hefur verið opnaður að nýju en honum var lokað í gærkvöld vegna óveðurs.
Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, kemur fram að búið sé að opna veginn en þar er hálka og skafrenningur.
Veginum um Holtavörðuheiði var lokað í gærkvöld en búið að opna veginn á nýjan leik. Varað er við hálku á veginum.
Þá hefur vegurinn um Kleifaheiði verið opnaður en þar er einbreitt á köflum og sömu sögu er að segja um Súðavíkurhlíð. Vegurinn þar hefur verið opnaður að nýju.