Gera 90 kröfur fyrir betra háskólasamfélag

Hér má sjá liðsmenn Vöku afhenda Jóni Atla kröfurnar 90.
Hér má sjá liðsmenn Vöku afhenda Jóni Atla kröfurnar 90. Ljósmynd/Aðsend

Liðsmenn Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, afhentu Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, 90 kröfur um hvernig megi betrumbæta háskólasamfélagið í tilefni af 90 ára afmæli félagsins í dag. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vöku en þar segir að kröfurnar séu fjölbreyttar.

Meðal annars er krafist úrbóta á Menntasjóði námsmanna með innleiðingu tvískipts frítekjumarks auk almennrar hækkunar á grunnframfærslu. Þá er einnig lagt til að veitingahúsið Grillið, sem var á efstu hæð á Hótel Sögu, verði nýtt í veitingahús fyrir stúdenta. 

„Mikill uppgangur hefur verið hjá Vöku síðastliðin misseri. Félagið hefur á örfáum árum farið frá því að vera með einn fulltrúa af sautján í Stúdentaráði yfir í að vera með meirihluta fulltrúa, en Vaka hlaut níu menn kjörna í Stúdentaráðskosningunum í mars síðastliðnum,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert