Gular viðvaranir tóku gildi í nótt á Suðurlandi, Faxaflóa og Breiðafirði vegna suðvestan hríðar og á morgun verður gul viðvörun á öllu landinu en spáð er illviðri með stormi, roki eða ofsaveðri.
Í dag verður suðvestan 10-18 m/s og éljagangur, en þurrt að kalla norðaustanlands. Það bætir í vind í kvöld. Víða verður vægt frost.
Á morgun verður suðvestan 23-30 m/s og él, en að mestu leysti bjart norðaustanlands. Hitinn verður í kringum frostmark. Það hvessir seinni partinn og hlýnar með rigningu, víða sunnan 20-28 m/s um kvöldið. Líklegt er að raskanir verði á samgöngum og líkur á staðbundnu tjóni að því fram kemur á vef Veðurstofunnar.