Tillaga um mikla hækkun gatnagerðargjalda í Reykjavík verður tekin til afgreiðslu á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur í dag.
Það er Einar Þorsteinsson borgarstjóri sem leggur tillöguna fram, en í henni er mælt fyrir um allt að 90% hækkun gjaldanna.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast eindregið gegn samþykkt tillögunnar og munu greiða atkvæði gegn henni, og segir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi flokksins að verði tillaga borgarstjóra samþykkt muni byggingarkostnaður hækka sem sé í raun viðbótarskattur á húsbyggjendur.
„Ekkert sveitarfélag á landinu leggur jafnhá gjöld á húsbyggjendur og Reykjavíkurborg og líklegt er að umrædd hækkun hækki íbúðaverð enn frekar,“ segir Kjartan.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag