Mikil úrkoma og skólp flæðir í sjóinn

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki …
Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.

Vegna mikillar úrkomu og hárrar sjávarstöðu hefur óhreinsað skólp flætt út í sjó frá dælustöðvum við Skeljanes og Gufunes. Fólki er bent á að halda sig frá sjónum og ströndinni þar sem skólp fer í sjó.

Í tilkynningu Veitna í morgun kemur fram að neyðarlúga í Skeljanesi sé enn opin en að neyðarlúgan í Gufunesi hafi lokast í morgun.

Þar segir enn fremur að vindáttin sé óhagstæð í dag en að gera megi ráð fyrir að „afleiðingar af neyðarlúguopnun sjáist við strendur“.

Kort sýnir dælustöðina við Skeljanes.
Kort sýnir dælustöðina við Skeljanes. Kort/Veitur

Tilkynning kom á vef Veitna í gær

Neyðarlúgur fráveitu eru til þess gerðar að skólp flæði ekki inn í híbýli fólks ef dælustöðvar bila eða stöðvast.

Ekki er tekið fram hvenær skólpið hóf að flæða frá dælustöðvunum í sjóinn en fyrsta tilkynning Veitna um málið kom inn á vef fyrirtækisins í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert