Skerpt á reglum í breyttu landslagi afbrota

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skerpa þarf á ákveðnum regl­um til að fá skýr­ari laga­heim­ild­ir til upp­töku ávinn­ings af af­brot­um, meðal ann­ars þegar kem­ur að hald­lagn­ingu og kyrr­setn­ingu fjár­muna sem sýnt hef­ur verið fram á að urðu til í tengsl­um við af­brot. Þetta seg­ir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra, en hún boðar nýtt frum­varp í þessa veru í mars.

Sam­kvæmt þing­mála­skrá er um að ræða frum­varp til laga um breyt­ing­ar á lög­um um meðferð saka­mála, þar sem mark­miðið er að ná betri ár­angri í að end­ur­heimta ávinn­ing af ólög­legri glæp­a­starf­semi.

Breytt lands­lag

„Í stóru mynd­inni er þetta kannski bara breytt lands­lag af­brota og yf­ir­völd á Íslandi, eins og önn­ur ríki, standa frammi fyr­ir nýj­um veru­leika þar um,“ svar­ar dóms­málaráðherr­ann er hún er innt eft­ir nán­ari út­skýr­ingu á frum­varp­inu.

Seg­ir hún að verið sé að skerpa á ákveðnum regl­um til að fá skýr­ari laga­heim­ild­ir til upp­töku ávinn­ings af af­brot­um og nefn­ir sem dæmi hald­lagn­ingu og kyrr­setn­ingu fjár­muna sem sýnt væri fram á að hefðu orðið til í tengsl­um við af­brot.

Þá myndi lög­gjöf­in einnig gera reglu­verkið hliðstætt reglu­verk­um annarra ríkja t.d. varðandi tölvu­brot.

Ísland lenti á tossal­ista

Seg­ir Þor­björg frum­varpið einnig vera lið í að bæta úr því að Ísland hafi fengið ágjöf í skýrslu alþjóðlega fjár­málaaðgerðahóps­ins (FATF).

„Ísland lenti á svona tossal­ista varðandi aðgerðir gegn spill­ingu og þetta er bara liður í því að bæta þar úr.“

Heil­mik­il flóra af brot­um

Vís­ar Þor­björg einnig til þess að Ísland sé hluti af Búdapest-samn­ingn­um. Er það samn­ing­ur Evr­ópuráðsins um tölvu­brot sem var und­ir­ritaður í Búdapest árið 2001.

„Þetta er svona spurn­ing um það að ríki sem ætla t.d. að láta taka sig al­var­lega um aðgerðir gagn­vart skipu­lagðri brot­a­starf­semi, net­brot­um og annað hafi heim­ild­ir sem stand­ast sam­an­b­urð til þess að geta brugðist við í þeim til­vik­um sem svona mál koma upp í,“ seg­ir Þor­björg og bæt­ir við:

„Þetta er heil­mik­il flóra af brot­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert