Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kveðst afar sorgmædd yfir skotárásinni sem var gerð á Risbergska-háskólann í Örebro í dag.
„Ég er afar sorgmædd vegna hins hörmulega mannfalls í árásinni á Risbergska skólann í Örebro. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og þeim sem urðu fyrir barðinu á þessum hörmulega atburði,“ skrifar Þorgerður í færslu á X.
I am profoundly saddened by the tragic loss of life as a result of the Risbergska school shooting in Örebro. My thoughts are with the victims, their families and those affected by this devastating event.
— Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (@thorgkatrin) February 4, 2025
Árásin var gerð laust eftir hádegi í Örebro í dag. Í það minnsta tíu létust í árásinni en lögregla vill ekki staðfesta nákvæman fjölda látinna.
Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn á ferð og er hann sagður vera á meðal hinna látnu.