Hættustigi almannavarna lýst yfir

Vindaspá Veðurstofu kl. 18 í dag.
Vindaspá Veðurstofu kl. 18 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna vegna þess veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn.

Yfirlýsing ríkislögreglustjóra kemur aðeins rúmum einum og hálfum klukkutíma eftir að óvissustigi var lýst yfir.

Frá kl. 15

Hættustigið er sagt munu gilda frá og með kl. 15 í dag og þar til veðrið gengur niður á morgun.

Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast með á vef Veðurstofunnar og á vef Vegagerðarinnar.

Veðrið er talið geta valdið miklum samfélagslegum áhrifum og tjóni. Einnig er það sagt geta haft mikil áhrif á þjónustu, innviði og samgöngur á landi og lofti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert