Halla sendi Svíum samúðarkveðju

Ungmenni kveikja á kertum til að minnast látinna.
Ungmenni kveikja á kertum til að minnast látinna. AFP/Jonathan Nackstrand

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sendi í morgun samúðarkveðju til Karls XVI Svíakonungs fyrir hönd íslensku þjóðarinnar vegna hinna hörmulegu mannvíga sem framin voru í skóla í Örebro í gær.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands.

Kærleikur, trú og félagsleg samstaða veiti styrk

Í kveðjunni biður forseti fyrir kveðju til þeirra sem eiga um sárt að binda, bæði aðstandenda hinna látnu og íbúa bæjarins.

Segist hún í kveðjunni vona að kærleikur, trú og félagsleg samstaða veiti fólki styrk í þessu mótlæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert