Kennarar virðast ætla að þjarma að Akureyringum

Þegar er í gildi ótímabundið verkfall í leikskólanum Hulduheimum á …
Þegar er í gildi ótímabundið verkfall í leikskólanum Hulduheimum á Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Kennarar virðast ætla að einbeita sér að Akureyringum í næstu lotu verkfalla, af þeim verkfallsboðunum að dæma sem Kennarasambandið gaf út í dag.

Boðað var til verk­falla í fimm fram­halds­skól­um, sem hefjast 21. fe­brú­ar hafi samn­ing­ar ekki náðst.

Þar af eru fjórir á landsbyggðinni og tveir þeirra eru á Akureyri, eða Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Tónlistarskóli og leikskóli

Aðeins einn tónlistarskóli er þá undir í boðuðum verkfallsaðgerðum. Það er Tónlistarskólinn á Akureyri.

Þar hefst verkfall 21. febrúar og stendur til og með 4. apríl, hafi samningar ekki náðst.

Þegar er í gildi ótímabundið verkfall í leikskólanum Hulduheimum á Akureyri.

Fundið hefur verið að þeirri aðferð Kennarasambandsins að einskorða verkfallsaðgerðir við aðeins takmarkaðan fjölda skóla með þeim afleiðingum að þær bitna aðeins á afmörkuðum hópi fólks til lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert