Stefnuræðu Kristrúnar frestað

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra mun ekki flytja stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar á Alþingi í kvöld eins og til stóð, sökum veðurs.

Þetta staðfestir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis og segir forseta þingsins hafa tekið þessa ákvörðun.

„Stefnuræðu forsætisráðherra og umræðum í kjölfar hennar hefur verið frestað vegna óveðurs, þannig að tímasetning umræðu verður ákveðin síðar af forseta alþingis í samráði við formenn þingflokka,“ segir Ragna í samtali við mbl.is.

Ofsaveður gengur nú yfir landið og verða rauðar og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi í kvöld, í nótt og á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert