Með myndbandsupptökur eftir þjófnað á hóteli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um þjófnað á hóteli í miðborginni í gær. Lögreglan hefur undir höndum myndbandsupptökur og miðar málinu vel.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Alls eru 61 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu og gista tveir í fangageymslu lögreglunnar.

Ökumaður var stöðvaður í akstri á stolinni bifreið. Ökumaðurinn var einnig grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og akstur án réttinda. Ásamt ökumanni var farþegi í bifreiðinni handtekinn vegna málsins og voru bæði ökumaður og farþegi vistaðir í þágu rannsóknar málsins.

Þá voru nokkrir ökumenn stöðvaðir í akstri  undir áhrifum ávana- og fíkniefna sem höfðu verið sviptir ökuréttindum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert