Mjólkárlína á milli Mjólkár og Geiradals fór út upp úr klukkan 18 í kvöld og var af þeim sökum rafmagnslaust í skamma stund á Norðurfjörðum Vestfjarða, en rafmagn með varaafli komst á skömmu síðar. Frá þessu greinir Landsnet í tilkynningu.
Nokkrum mínútum síðar fór Glerárskógarlína milli Hrútatungu og Glerárskóga út og er verið að koma rafmagni á aftur á því svæði er hún tekur til.
Greinir Landsnet enn fremur frá því að eldingum hafi slegið niður í Sogslínu 3 og Búrfellslínu 3. Þá varð samsláttur á Vatnshamralínu 2 án þess að rafmagnsleysi hlytist af. Minnir landsnet að lokum á að allar upplýsingar um truflanir í dreifikerfinu birtast strax á vefsíðu fyrirtækisins og í Landsnetsappinu.