Myndskeið: Tré þverar gangstétt í Laugardal

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:03
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:03
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Stórt furu­tré féll á miðja gang­stétt á Laug­ar­ás­vegi í kvöld vegna mik­illa vind­hviða í borg­inni. 

Elsa María Indriðadótt­ir, íbúi í Laug­ar­dal, seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi verið að keyra um hverfið eft­ir að mesta óveðrið var yf­ir­staðið þegar hún sá að tré hafði þverað gang­sétt á Laug­ar­ás­vegi.  

Hún seg­ir að í fyrstu hafi henni brugðið þar sem hún sá ljós frá Hopp-raf­skútu vera und­ir trénu og hélt hún að ein­hver hefði orðið und­ir. Svo var þó sem bet­ur fer ekki. 

Aðspurð seg­ir Elsa að hún hafi ekki orðið vör við önn­ur tré eða tjón í hverf­inu á meðan hún keyrði um. 

Hér má sjá glitta í ljósin frá Hopp-rafskútunni.
Hér má sjá glitta í ljós­in frá Hopp-raf­skút­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekk­ert ferðaveður í kort­un­um

Rauð veðurviðvör­un var í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu frá 16 í dag og til klukk­an 19 í kvöld. Vind­hviður náðu há­marki um klukk­an 18 í kvöld þegar hviður mæld­ust 30-35 m/​s. Ekki hef­ur mælst hærri vind­hraði á Veður­stof­ur­eitn­um síðan árið 2022. 

Nú er í gildi app­el­sínu­gul veðurviðvör­un til klukk­an átta í fyrra­málið en þá tek­ur rauð veðurviðvör­un aft­ur gildi til klukk­an 13 á morg­un. Spáð er suðvest­an 28-33 m/​s og hvass­ara í vind­strengj­um. 

Foktjón er talið mjög lík­legt og get­ur orðið hættu­legt að vera á ferð ut­an­dyra. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert