Létu válynd veður ekki hindra sjósókn

Það var þrútið loftið og þungur sjór þegar Ólafur Bjarnason …
Það var þrútið loftið og þungur sjór þegar Ólafur Bjarnason seig inn til hafnar undir kvöld og blýgrár himinninn dimmblikandi. mbl.is/Alfons

Ólafsvíkingar létu ekki veðrið trufla sig í dag og héldu til veiða, en einu bátarnir sem voru til sjós þennan daginn voru netabátar að sögn Alfons Finnssonar, fréttaritara Morgunblaðsins og mbl.is í Ólafsvík.

Aflabrögð hafa verið góð en bræla alla vikuna hjá smærri bátum og dragnótarbátum, veður þó ekki svo slæmt þegar þessar línur er skrifaðar – og mun skárra en spáð var.

Á myndunum sést Ólafur Bjarnason SH koma inn til hafnar.

Veður voru válynd á Snæfellsnesinu í dag og suðvestanátt sem …
Veður voru válynd á Snæfellsnesinu í dag og suðvestanátt sem Ennið hlífir Ólafsvík nokkuð fyrir, en hvassara var á Hellissandi og Gufuskálum. mbl.is/Alfons
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert