Óveðrið hefur áhrif á dreifingu Morgunblaðsins

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/Golli

Ljóst er að óveðrið mun setja svip sinn á dreifingu fimmtudagsblaðs Morgunblaðsins í sumum hverfum á höfuðborgarsvæðinu og sums staðar út um landið. Á höfuðborgarsvæðinu gæti dreifing dregist fram eftir degi. 

Gert er ráð fyrir að rauð veðurviðvörun verði í gildi á höfuðborgarsvæðinu milli kl. 8-13 á morgun, en auk þess verður vonskuveður á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi sem getur haft áhrif á dreifingu blaðsins.

Við vekj­um at­hygli á því að nálg­ast má Morg­un­blaðið ra­f­rænt á mbl.is.

Þá er minnt á að fréttaþjónusta á mbl.is og K100 verður með óbreyttu sniði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert