Þrjár vélar Play á áætlun frá Kanaríeyjum

Þrjár vél­ar frá flug­fé­lag­inu Play eru nú á leið til Kana­ríeyj­anna Teneri­fe, Fu­erteventura og Gran Can­aria með sól­arþyrsta Íslend­inga.

Vél­arn­ar munu þá halda aft­ur til Íslands með aðra, von­andi ánægða ferðalanga í kvöld og áætlað er að þær lendi í Kefla­vík skömmu eft­ir miðnætti. Öllum öðrum flug­ferðum hef­ur verið af­lýst sem koma áttu til Kefla­vík­ur í dag.

Rauðar viðvar­an­ir taka gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, Faxa­flóa og víðar klukk­an 16 með sunn­an og suðvest­an 28 til 33 metr­um á sek­úndu og staðbundn­um hviðum yfir 50 metr­um á sek­úndu.

Viðvar­an­irn­ar verða app­el­sínu­gul­ar á ný þegar vind mun lægja sam­kvæmt veður­spám und­ir kvöld og verður vind­hraði á bil­inu 20 til 30 metr­ar á sek­úndu með hviðum yfir 35 metr­um á sek­úndu við Faxa­flóa.

Falla úr gildi á miðnætti

All­ar veðurviðvar­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu falla hins veg­ar úr gildi á miðnætti og á Faxa­flóa klukku­stund síðar.

Ein­hver umræða hef­ur skap­ast á sam­fé­lags­miðlum um þá áætl­un Play að fljúga til Kefla­vík­ur í kvöld.

Birg­ir Ol­geirs­son, upp­lýs­inga­full­trúi Play, seg­ir í sam­tali við mbl.is að vél­arn­ar séu á áætl­un þar sem veður­spá sýni að það verði byrjað að lægja upp úr miðnætti.

Fylgj­ast vel með og upp­lýsa farþega

„Við mun­um að sjálf­sögðu fylgj­ast vel með og upp­lýsa farþega ef ein­hverj­ar breyt­ing­ar verða sem kunna að raska þess­ari áætl­un,“ seg­ir Birg­ir.

Brott­för frá Kefla­vík til Teneri­fe var seinkað í dag vegna veðurs sem leiddi til þess að brott­för frá Teneri­fe var einnig seinkað vegna veðurs. Birg­ir seg­ir til­kynn­ing­ar hafa verið send­ar á farþega vegna þeirr­ar seink­un­ar.

Til að taka af öll tví­mæli seg­ir hann enga óvissu með flugið eins og stend­ur, vél­arn­ar séu ein­fald­lega á áætl­un.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert