Tilkynna þarf komu barns í skóla á morgun

Rauðar viðvaranir eru í gildi í fyrramálið.
Rauðar viðvaranir eru í gildi í fyrramálið. mbl.is/Eyþór

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að halda sig innandyra á morgun á meðan rauð veðurviðvörun er í gildi. Röskun verður á skólastarfi og munu grunn- og leikskólar halda úti lágmarksmönnun. Biðlað er til forsjáraðila að halda börnum heima en í ýtrustu neyð skal tilkynna skólastjórnendum komu barns með tölvupósti.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að viðbragðsaðilar hafi sinnt fjölmörgum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í dag og hefur lögreglan verið með aukinn viðbúnað. 

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um röskun á skólastarfi hér en rauð veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu á morgun frá klukkan 8 til 13. 

Svona hljóða rauðu viðvaranirnar

Verkefnin sem lögreglan hefur sinnt í dag hafa fyrst og fremst snúist að lausamunum sem hafa fokið í vindi. Meðal annars fauk fellihýsi á bifreið í Árbæ og hefur slökkvilið höfuðborgarsvæðisins einnig sinnt ýmsum útköllum um vatnstjón eftir að vatn flæddi inn í hús. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert