Ábatinn gæti verið meiri en áhættan

Eitt af semglútíðlyfjunum er hið þekkta Ozempic sem bæði virkar …
Eitt af semglútíðlyfjunum er hið þekkta Ozempic sem bæði virkar vel fyrir fólk í hættu á að fá sykursýki 2 og aðra hættulega sjúkdóma. AFP

„Við búumst við að fá fréttir frá lyfjaöryggisnefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um miðjan maí, en Novo Nordisk er nú að yfirfara öll gögn eftir að öryggisnefndin tók erindið fyrir um miðjan janúar.“

Þetta segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar varðandi fréttir af tveimur rannsóknum sem gætu bent til þess að samband væri milli notkunar semaglútíðlyfja og aukinnar tíðni alvarlegs augnsjúkdóms, blóðþurrðarsjóntaugarkvilla án slagæðabólgu, sem getur skemmt sjóntaugina og jafnvel orsakað blindu.

Tilkynna þarf aukaverkanir

„Þegar lyf komast í svona víðtæka dreifingu má búast við að aukaverkanir geti komið upp á alheimsvísu og bara hérlendis eru rúmlega 16 þúsund á þessum lyfjum. Í þessum rannsóknum var aukin fylgni milli þeirra sykursýkissjúklinga sem notuðu semaglútíðlyfin og þeirra sem fengu þennan alvarlega augnskaða og það er mjög mikilvægt að rannsaka hvort tengsl séu þarna á milli. Í Danmörku fóru tilfelli sjúkdómsins úr 60 í 150, sem er mikil fjölgun, en á sama tíma hefur notkun lyfsins aukist gríðarlega, og miklu meira en þetta hlutfall,“ segir Rúna og að fulltrúar Novo Nordisk haldi því fram að ábatinn af lyfjunum sé miklu meiri en áhættan.

„Við leggjum mikla áherslu á að allir sem nota lyfin láti okkur vita ef þeir fá einhverjar aukaverkanir svo að við getum haldið utan um þetta og safnað upplýsingum.“

„Það er ekki búið að finna ennþá hvort það sé beint orsakasamband á milli semaglútíðlyfjanna og augnsjúkdómsins,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir í offitu, og bætr við að gríðarlegur fjöldi fólks hafi notað þessi lyf undanfarin ár.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert