Landsréttur staðfestir dóm yfir Kourani

Dómur var felldur í Landsrétti í dag.
Dómur var felldur í Landsrétti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsréttur hefur í dag staðfest dóm héraðsdómstóls yfir Mohamad Thor Jóhannessyni, áður þekktum sem Mohamad Kourani, en hann fékk nafni sínu breytt í sumar eins og mbl.is greindi frá.

Mohamad hlaut átta ára fang­els­is­dóm fyr­ir stungu­árás sem hann framdi í versl­un­inni OK Mar­ket í Vals­hverf­inu, ásamt öðrum brot­um. Neitaði hann sök í öll­um ákæru­liðum og fór fram á sýknu­dóm.

Fyrsta brotið árið 2017

Fyrsta brot Mohamad var framið í des­em­ber 2017, en þá var hann dæmd­ur í 30 daga fang­elsi fyr­ir skjala­brot.

Hann kom til lands­ins í árs­byrj­un 2017 og hlaut alþjóðlega vernd vorið 2018. Hann hef­ur aldrei stundað launaða vinnu hér á landi en hef­ur hins veg­ar þegið op­in­bert fé til fram­færslu.

Þá sat hann inni í 12 mánuði fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot, brot gegn nálg­un­ar­banni, eigna­spjöll, sprengju­hót­an­ir, skjalafals, vopna­laga­brot, um­ferðarlaga­brot og sjö brot gegn sótt­varn­a­lög­um. Hann lauk þeirri afplán­un í janú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert