Shokri gerði tilraun til manndráps

Frá þingfestingu málsins í febrúar. Shokri Keryo var í dag …
Frá þingfestingu málsins í febrúar. Shokri Keryo var í dag sakfelldur fyrir tilraun til manndráps fyrir Landsrétti. mbl.is/Eyþór

Lands­rétt­ur hef­ur sak­fellt hinn sænska Shokri Keryo fyr­ir til­raun til mann­dráps, en héraðsdóm­ur sýknaði hann af þeirri ákæru en sak­felldi fyr­ir hættu­brot í fyrra.

Rík­is­sak­sókn­ari skaut mál­inu til Lands­rétt­ar síðasta sum­ar og var Shokri í dag sak­felld­ur fyr­ir til­raun til mann­dráps með því að hafa skotið fjór­um skot­um í átt að fjór­um ein­stak­ling­um í Úlfarsár­dal í nóv­em­ber árið 2023.

Eitt skot­anna fór inn um glugga hjá fjöl­skyldu sem var mál­inu að öllu óviðkom­andi en einn mann­anna sem Shokri skaut í átt að, Gabrí­el Doua­ne Boama, særðist í árás­inni. Shokri neitaði al­farið sök fyr­ir héraðsdómi í fyrra og kvaðst lítið muna frá kvöld­inu um­rædda.

Var refs­ing Shokri þyngd úr þriggja og hálfs árs fang­elsi í sjö ára fang­els­is­dóm í dag.

Hend­ing ein réði því að ekki hlaust manns­bani af

Í dómi Lands­rétt­ar kem­ur fram að talið sé sannað að Shokri hefði verið sá sem skaut úr skot­vopn­inu og vísað var til þess að mikið magn púður­leifa greind­ist á fatnaði hans og hönsk­um sem hald­lagðir voru við rann­sókn­ina en í stroffi þeirra greind­ust líf­sýni úr Shokri.

Lítið eða ekk­ert af púður­leif­um hafi greinst á fatnaði annarra sem voru í bif­reiðinni með Shokri og skýr­ing­ar hans á því hvers vegna púður­leif­ar greind­ust á fatnaði hans hafi verið mis­vís­andi og ótrú­verðugar.

„Að mati Lands­rétt­ar þótti hend­ing ein hafa ráðið því að ekki hlaust manns­bani af verknaði [Shokri] en gögn máls­ins sýndu að [Shokri] beindi öfl­ugu skot­vopni að brotaþolum og hleypti af í fjór­gang með þeim af­leiðing­um að einn þeirra særðist.“

Því sé talið að Shokri hljóti að hafa verið ljóst að skot­in gætu leitt til ban­vænna áverka. Hann hafi látið sér það í léttu rúmi liggja hverj­ar af­leiðing­arn­ar yrðu og ljóst væri að sú vitn­eskja að verknaður­inn gæti endað með líftjóni hefði ekki aftrað hon­um frá því að skjóta. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert