Umræður um stefnuræðu forsætisráðherra, sem vera áttu í gær, verða mánudaginn 10. febrúar kl. 19:40 með sama fyrirkomulagi og áður hafði verið kynnt.
Frá þessu er greint á vef Alþingis en vegna veðurs var ákveðið að fresta stefnuræðu Kristrúnar Frostadóttur í gær vegna óveðurs.
Regluleg þingstörf hefjast 11. febrúar og því verður ekkert af þingfundi sem vera átti í dag.