Tilkynnt um heimatilbúna sprengju í Laugardal

Tvær tívolíbombur höfðu verið límdar saman.
Tvær tívolíbombur höfðu verið límdar saman. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um heimatilbúna sprengju utandyra í Laugardalnum.

Kom í ljós við nánari skoðun að tvær tívolíbombur höfðu verið límdar saman og var málið afgreitt af lögreglu.

Í dagbók lögreglu kemur einnig fram að brotist hafi verið inn í fyrirtæki í hverfi 105 og peningakassi tekinn í ránsfeng. Málið sé nú í rannsókn. Einnig var tilkynnt um innbrot og þjófnað í fyrirtæki í hverfi 201.

Þá hafi lögreglu borist tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 108. Maður með hanska og grímu væri þar á flækingi í görðum íbúa. Engan var þó að finna er lögreglu bar að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert