Hefja formlegar viðræður

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri.

Borgarstjóri og oddvitar Flokks fólksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í borgarstjórn.

Fundi borgarstjóra með oddvitunum þremur er lokið í ráðhúsi Reykjavíkur.

Hvorki borgarstjórinn né hinir oddvitarnir gáfu kost á viðtali að fundi loknum.

Hrikti í meirihlutanum

Meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur er sprunginn.

Ein­ar Þor­steins­son borgarstjóri sleit samstarfinu á klukku­tíma löng­um fundi með oddvitum flokkanna í meirihluta fyrr í dag.

Skömmu síðar hófst fundur borgarstjóra með oddvitum Flokks fólksins, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins.

Samkvæmt heimildum mbl.is og Morgunblaðsins hafa þreifingar átt sér stað í aðdraganda fundarins.

Ein­ar Þor­steins­son sagði í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í gær að það hrikti í meiri­hlut­an­um vegna stuðnings Fram­sókn­ar við til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins um breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sem miðaði að því að flug­völl­ur­inn yrði áfram í Vatns­mýri til árs­ins 2040.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert