Þjóðvegur 1 fór í sundur á nokkrum stöðum

Þjóðvegur 1 fór í sundur í óveðrinu fyrir austan í …
Þjóðvegur 1 fór í sundur í óveðrinu fyrir austan í gær. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðvegur 1 er lokaður á milli Hafnar og Djúpavogs þar sem vegurinn hefur farið í sundur á nokkrum stöðum.

Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, segir að með tilliti til veðurspár og umfangs skemmdanna sé ólíklegt að takist að opna veginn aftur í dag. Fært er fyrir fjórhjóladrifs bíla á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.

Á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja eða þæfingsfærð víða á vegum. Vegirnir um Klettháls og Dynjandisheiði eru ófærir.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja eru á flestum leiðum en þæfingsfærð er á Fróðárheiði. Ófært er á Skógarströnd. Þá er Hvítárvallavegur lokaður við Ferjukotssíki þar sem brúin yfir skemmdist vegna vatnavaxta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert