Ein flugbraut eftir á Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Eyþór

Austur-vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar var lokað á miðnætti í nótt samkvæmt tilskipun Samgöngustofu til Isavia. Ákvörðunin er tekin þar sem hæð trjáa í Öskjuhlíð ógnar flugöryggi til og frá höfuðborginni.

Eyjólfur Ármannsson samgönguráðherra var harðorður á opnum fundi um stöðu og framtíð Reykjavíkurflugvallar í fyrradag, þegar fyrir lá að flugbrautinni yrði lokað. Hann sagði að það væri ein af meginskyldum Reykjavíkur sem höfuðborgar að gæta þess að þar væri starfræktur flugvöllur sem tryggði góðan aðgang allra íbúa landsins að höfuðborginni.

Jón Gunnar Jónsson forstjóri Samgöngustofu segir að ákvörðun um lokun brautarinnar hafi verið tekin vegna trjágróðurs í hindrunarfríum flötum flugbrautarinnar sem ógni flugöryggi samkvæmt nýju áhættumati Isavia Innanlandsflugs, þar sem áhættan við lokun sé metin ásættanleg með tilliti til flugöryggis. Með öðrum orðum, ásættanlegt er að loka flugbrautinni frekar en að hafa hana opna.

„Isavia hefur fengið fyrirmæli í formi tilskipunar um að loka flugbrautinni frá og með miðnætti aðfaranótt laugardags. Reykjavíkurborg hefur fengið tilmæli samkvæmt loftferðalögum, um að framfylgja skuli skipulagsreglum flugvalla sem hafa verið í gildi frá 2009, undirrituð af ráðherra.“

Hann segir að frá þeim tíma hafi trén vaxið inn í hindrunarfleti.

Ekki svo einfalt mál að fella tré

„Við sendum Reykjavíkurborg bréf þann 17. janúar 2025 þar sem við gáfum þeim frest til 17. febrúar um að koma með aðgerðaáætlun sem tryggði að skipulagsáætlunum fyrir flugvöllinn væri framfylgt, með því að fjarlægja tré þar sem þau samræmast ekki reglunum. Sú aðgerðaáætlun er ekki komin.“

Eru skilaboðin ekki sú að flugbrautin verði lokuð þangað til skógurinn verður felldur?

„Það má orða það þannig en það er hægt að líta til mildandi ráðstafana þannig að hægt sé að opna brautina.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag, 8. febrúar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka