Í dag verður smálægð á austurleið norður af landinu og fylgir henni suðvestanátt, 8-15 metrar á sekúndu.
„Él verða á vestanverðu landinu og ekki er útilokað að það sjáist til eldinga þar á stöku stað,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.
Spáð er dálítilli snjókomu austanlands, en að þar stytti upp fyrir hádegi. Hiti um eða undir frostmarki. Dregur úr vindi og styttir upp síðdegis en kólnar í kvöld.
Í nótt er útlit fyrir að hvessi aftur og á morgun verður sunnan 8-15 m/s, en 15-20 í vindstrengjum á norðvestanverðu landinu.