Reiðubúin að láta hendur standa fram úr ermum

Hildur Björnsdóttir sagði að það hefði ekki komið sér mjög …
Hildur Björnsdóttir sagði að það hefði ekki komið sér mjög að óvörum að gamli meirihlutinn hefði sprungið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höfum þegar komið okkur saman um að eiga fyrsta fund með Framsóknarflokki, Viðreisn og Flokki fólksins,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, þegar blaðamaður náði tali af henni rétt áður en hún gekk inn á fund í ráðhúsinu.

Hún sagði að það hefði ekki komið sér mjög að óvörum að gamli meirihlutinn hefði sprungið, það hefði legið í loftinu um hríð. En hafa hún og Einar Þorsteinsson borgarstjóri rætt saman undanfarna daga?

„Við erum alltaf í góðu sambandi og höfum verið allt kjörtímabilið. Sérstaklega þegar upp koma mál sem flokkar okkar eiga sameiginlega fleti í. Umræðan um Reykjavíkurflugvöll er auðvitað eitt af þeim málum, en þar brast fyrri meirihluti.“

Ertu bjartsýn á að ykkur gangi betur?

„Nú liggur fyrir að þessi meirihluti er fallinn og þá þarf að mynda nýjan og koma á skynsamlegri stjórn yfir borginni, það eru mörg verkefni sem bíða. Við erum reiðubúin að láta hendur standa fram úr ermum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka