Svo er framtíðin óskrifað blað

Siggi Sigurjóns stendur á tímamótum nú þegar hann er að …
Siggi Sigurjóns stendur á tímamótum nú þegar hann er að verða sjötugur. mbl.is/Ásdís

Í Hafnar­f­irði býr stór­leik­ar­inn góðkunni Sig­urður Sig­ur­jóns­son, bet­ur þekkt­ur ein­fald­lega sem Siggi Sig­ur­jóns. Sigga þarf vart að kynna; hann hef­ur brugðið sér í hin ýmsu hlut­verk og skemmt áhorf­end­um í Þjóðleik­hús­inu og kvik­mynda­hús­um, sem og þeim sem heima sátu og hlógu sig mátt­laus yfir Spaug­stof­unni. Hæfi­leik­ar hans á sviði leik­list­ar komu snemma í ljós þótt hann dreymdi aldrei um ævi­starf sem leik­ari. En ör­lög­in leiddu hann sam­an við leik­list­argyðjuna og það varð ekki aft­ur snúið. Nú stend­ur Siggi á tíma­mót­um þar sem hann verður sjö­tug­ur á ár­inu og sam­kvæmt venju þarf hann að hætta á samn­ingi. Siggi kvíðir þó ekki framtíðinni og er ekk­ert hætt­ur að leika, enda leyn­ast tæki­fær­in oft hand­an við hornið.

Að þora að gera mis­tök

Siggi hef­ur verið viðloðandi Þjóðleik­húsið í fimm­tíu ár, þótt hann hafi komið víða við og leikið líka ann­ars staðar.

„En Þjóðleik­húsið er minn heima­völl­ur, al­gjör­lega. Þar byrjaði ballið og þar á ég mín­ar ræt­ur. Ég hef verið þar eins og grár kött­ur öll þessi ár. Þótt ég vinni þarna og þekki hvert ryk­korn, þá er al­veg magnað að þegar ég er áhorf­andi þá er ég ekki leng­ur á mín­um vinnustað. Ég næ al­veg að lifa mig inn í leik­ritið eins og óbreytt­ur borg­ari,“ seg­ir Siggi.

Hvað stend­ur upp úr þegar þú horf­ir til baka?

„Það sem stend­ur upp úr er kannski fjöl­breyti­leik­inn; að fá að fást við svona ólíka hluti. Ég hef leikið, leik­stýrt og verið í hug­mynda­vinnu, leikið á sviði, í bíói og sjón­varpi. Ég hef prófað ým­is­legt en lít fyrst og fremst á mig sem leik­ara. Svo hafa rull­urn­ar verið svo ólík­ar. Það er haf og him­inn á milli sumra per­sóna; allt frá grín­per­són­um yfir í drama­tísk hlut­verk. Þetta er dá­lítið merki­legt.“

Gunnar Eyjólfsson og Siggi Sigurjóns eru hér í Dýrunum í …
Gunn­ar Eyj­ólfs­son og Siggi Sig­ur­jóns eru hér í Dýr­un­um í Hálsa­skógi en hlut­verk Sigga sem bak­ara­drengs var fyrsta hlut­verk hans í Þjóðleik­hús­inu. Ljós­mynd/Ó​li Páll

Manstu eft­ir ein­hverju skemmti­legu sem gerðist óvænt?

„Það ger­ist enda­laust eitt­hvað óvænt. Auðvitað gleym­ir maður stund­um lín­um, þess vegna heilu blaðsíðunum. Þá þarf maður að reiða sig á meðleik­ar­ann. Það er mar­tröð sem all­ir leik­ar­ar upp­lifa. En þetta hefst yf­ir­leitt með góðri sam­vinnu.“

Hef­urðu leikið í ein­hverj­um leiðin­leg­um leik­rit­um?

„Al­veg fullt af þeim. Ég hef leikið í leiðin­leg­um leik­rit­um og sýn­ing­um sem hafa alls ekki lukk­ast. En ef ég lít til baka þá hef aldrei upp­lifað neitt annað en að allt leik­hús­fólk sé alltaf að gera sitt allra allra besta. En stund­um hitt­um við ekki nagl­ann á höfuðið og það eru marg­ar ástæður fyr­ir því. Það er bara part­ur af þessu og það verður aldrei breyt­ing á því. Við mun­um aldrei fram­kvæma hina full­komnu list á hverj­um degi. Við verðum að taka áhættu og ætt­um í raun að gera meira af því, því það er það sem fleyt­ir okk­ur áfram, að þora að gera mis­tök. Þetta gild­ir um list­ir og vís­indi; það verður að gera til­raun­ir. Og ís­lensk­ir áhorf­end­ur eru til í tuskið og eru með okk­ur og fyr­ir­gefa okk­ur. Þá er bara að gera bet­ur næst.“

Mik­il kafla­skil í mínu lífi

Sjö­tugsaf­mælið nálg­ast óðfluga og þá þarf Siggi að hætta á samn­ingi hjá Þjóðleik­hús­inu.

„Ég er rík­is­starfsmaður og má ekki vinna leng­ur en til sjö­tugs á föst­um samn­ingi, en má al­veg taka að mér verk­efni. Þetta eru mik­il kafla­skil í mínu lífi og ég staldra al­veg við þetta. Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hugsaði ekki um þetta,“ seg­ir Siggi og seg­ir til­finn­ing­arn­ar blendn­ar.

„Ég á nóg af áhuga­mál­um, frá­bæra fjöl­skyldu og vini. Ég er hepp­inn og ég er hraust­ur,“ seg­ir Siggi, en hann á þrjú börn með eig­in­kon­unni Lísu Harðardótt­ur og barna­börn­in eru orðin sjö.

„Lísa er far­in á eft­ir­laun þannig að hún er að bíða eft­ir mér og vill ör­ugg­lega fá mig meira heim,“ seg­ir Siggi, en vinnu­tími leik­ar­ans er auðvitað mikið á kvöld­in og um helg­ar.

„Fjöl­skyld­an aðlagaðist því að ég væri að vinna á þess­um tím­um. Það eru auðvitað for­rétt­indi að fá að vinna við ástríðuna sína. Í næsta mánuði er ég að leika kannski tutt­ugu kvöld, sem er ansi mikið,“ seg­ir Siggi, en hann er að leika í nýju leik­riti Hrafn­hild­ar Hagalín, Heim, sem frum­sýnt er um helg­ina. Heim er lýst sem laun­fyndnu fjöl­skyldu­drama beint úr ís­lensk­um sam­tíma um það sem kraum­ar und­ir niðri.

„Þetta er frá­bært leik­rit um fjöl­skyldu og er drama en spaugi­legt á köfl­um. Þetta er um alls kon­ar hluti sem eru und­ir yf­ir­borðinu,“ seg­ir Siggi og vill ekki gefa meira upp.

Siggi leikur í Heim sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. …
Siggi leik­ur í Heim sem nú er sýnt í Þjóðleik­hús­inu. Það verður lík­lega eitt af hans síðustu hlut­verk­um þar, en Siggi fer á eft­ir­laun á ár­inu.

„Svo er ég líka að leika í mjög skemmti­legri sýn­ingu sem heit­ir Elt­um veðrið og er mikið grín. Við bjugg­um þetta til og erum að fá al­veg svaka­lega góð viðbrögð. Það hef­ur verið upp­selt langt fram í tím­ann og fólk virðist skemmta sér vel. Þetta er svo nær­andi fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Siggi og seg­ir ekki veita af skemmt­un í skamm­deg­inu eða á hvaða tíma árs sem er.

Siggi og Þröstur Leó fara á kostum í Eltum veðrið.
Siggi og Þröst­ur Leó fara á kost­um í Elt­um veðrið. Ljós­mynd/​Jorri

„Svo er framtíðin óskrifað blað. Ég er með fimm­tíu ára fer­il að baki og það verður víst ekki af manni tekið. Ég lít ekki mikið aft­ur fyr­ir mig held­ur horfi frek­ar fram á við og ef guð lof­ar er eitt­hvað eft­ir. Þjóðin hef­ur tekið vel á móti mér og hvatt mig til dáða. Ég er enn með ástríðu fyr­ir starf­inu og tel að ég eigi eitt­hvað eft­ir. Það þurfa líka að vera til full­orðnir leik­ar­ar og margt í boði í dag sem ekki var til í gamla daga, eins og all­ar sjón­varps­serí­urn­ar. Ég hef ekki áhyggj­ur af þess­um kafla­skil­um. Ég er stolt­ur af mjög mörgu og segi fyr­ir sjálf­an mig: ég gerði mitt besta.“

Ítar­legt viðtal er við Sigga Sig­ur­jóns í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert