Lokun dragi verulega úr lífslíkum fólks af landsbyggðinni

Líflíkur fólks af landsbyggðinni eru sagðar minnka við lokun flugbrauta …
Líflíkur fólks af landsbyggðinni eru sagðar minnka við lokun flugbrauta 13 og 31 á Reykjavíkurflugvelli. Samsett mynd

Miðstöð sjúkra­flugs á Íslandi sem sam­an­stend­ur af Slökkviliði Ak­ur­eyr­ar, Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri og Nor­landa­ir, lýs­ir þung­um áhyggj­um vegna lok­un­ar flug­brauta 13 og 31 á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu.

Flug­braut­inni var lokað í gær að kröfu Sam­göngu­stofu vegna trjáa í Öskju­hlíð sem sögð eru hafa áhrif á aðflug flug­véla að flug­braut­inni.

Keðju­verk­andi af­leiðing­ar

„Það er aug­ljóst og óum­deilt að al­gjör lok­un á um­rædd­um flug­braut­um mun hafa mun veru­leg­ar af­leiðing­ar á lífs­lík­ur og bata­horf­ur fjöl­margra bráðveikra og al­var­lega slasaðra sjúk­linga sem þurfa á tíma­háðum inn­grip­um að halda á Land­spít­ala þar sem önn­ur sjúkra­hús á land­inu geta ekki veitt viðlíka meðferð.

Einnig er aug­ljóst að keðju­verk­andi af­leiðing­ar um­ræddra lok­ana munu valda frá­flæðis­vanda á Land­spít­ala, þrengja mun að legu­rým­um annarra sjúkra­húsa og taf­ir munu verða á aðgerðum og rann­sókn­um sjúk­linga af lands­byggðinni,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Áhrif á 160 sjúkra­flug 

Fram kem­ur að um 650 sjúk­ling­ar séu flutt­ir ár­lega til Reykja­vík­ur með sjúkra­flug­vél af lands­byggðinni. Í 45% til­fella sé um að ræða sjúk­linga sem nauðsyn­lega þurfa að kom­ast í bráðaþjón­ustu á Land­spít­al­an­um.

„Í slík­um til­fell­um er ástand sjúk­linga með þeim hætti að lengd­ur flutn­ings­tími sem myndi hljót­ast vegna flutn­ings frá Kefla­vík­ur­flug­velli, hvort sem um er að ræða land­leiðina með sjúkra­bíl eða með þyrlu, get­ur dregið veru­lega úr lífs­lík­um eða bata­horf­um viðkom­andi.“

Lok­un flug­braut­ar­inn­ar komi til með að hafa áhrif á 160 sjúkra­flug á ári og þýðir það áhrif á um 70 sjúk­linga sem eru í hæsta for­gangs­flokki ef tekið er mið af ár­inu 2024.

„Af of­an­greindu er það skýr og aug­ljós krafa að aðilar máls­ins, þ.e. Reykja­vík­ur­borg, Innviðaráðuneyti, ISA­VIA og Sam­göngu­stofa, axli ábyrgð og tryggi opn­un og rekstr­arör­yggi flug­brauta 13 og 31 með eins taf­ar­laus­um hætti og mögu­legt er,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

Tré trompi til­veru fólks 

Hjálm­ar Bogi Hafliðason, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings, tek­ur und­ir gagn­rýni þá sem berst í er­indi Miðstöðvar sjúkra­flugs.

Nú þegar skilið get­ur á milli lífs og dauða trompa nokk­ur tré til­veru fólks. Hvað varðar framtíðarstaðsetn­ingu miðstöðvar inn­an­lands­flugs - Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, þá er hann þar sem hann er í dag og önn­ur staðsetn­ing er ekki fund­in.Það er kostu­leg og óskilj­an­leg skriffinnska og kerf­is­blæti virðast standa í vegi fyr­ir því að öll gæt­um við þurft á bráðaþjón­ustu þjóðar­sjúkra­húss­ins að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert