Rafmagnslaust hefur verið í þremur götum í Fellahverfi frá að minnsta kosti klukkan 2.36 í nótt, að því er fram kemur á vef Veitna.
Göturnar sem um ræðir eru Asparfell, Yrsufell og Þórufell.
Búið er að finna bilunina og er unnið að viðgerð. Búist er við því að viðgerð ljúki klukkan 11.