Verkföll kennara ólögmæt

Dómur var kveðinn upp í dag.
Dómur var kveðinn upp í dag. mbl.is/Karítas

Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Verkfall KÍ í Snæfellsbæ er ekki dæmt ólögmætt þar sem allir félagsmenn leikskólakennara greiddu atkvæði í því sveitarfélagi um verkfallið. Því þarf KÍ að láta af verkföllum í þeirri mynd sem þau hafa verið, að Snæfellsbæ undanskildum. Sambandið gerir ráð fyrir því að þau börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarna viku mæti því til skóla í fyrramálið, að leikskólanum í Snæfellsbæ undanskildum.“

Kom á óvart

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir niðurstöðuna koma á óvart. 

Hann segist ætla að funda með sínu fólki í kvöld en hann á eftir að fara yfir dóminn með lögfræðingum KÍ.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert