Aðalmeðferð í Neskaupstaðarmáli hefst í dag

Meðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur dag.
Meðferðin hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Alfreð er ákærður fyrir að hafa orðið hjónum á sjötugsaldri að bana í Neskaupstað 21. ágúst í fyrra.

Fjallað var ítarlega um mál Alfreðs í Morgunblaðinu í síðustu viku, en hann var úrskurðaður í nauðungarvistun á geðdeild þegar morðin voru framin.

Alfreð, sem er 45 ára, á sér langa sögu um geðrænan vanda, hefur haft miklar ranghugmyndir og þrívegis verið úrskurðaður í nauðungarvistun á geðdeild á innan við ári. Síðasti úr­sk­urður um nauðung­ar­vist­un féll þann 6. júní og var Al­freð þá úr­sk­urðaður í allt að 12 vikna vist­un, með mögu­leika á rýmk­un.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert