Aukaþáttur af Spursmálum: Upplausn í borgarstjórn

Gísli Freyr Valdórsson og Björn Ingi Hrafnsson ræða stöðuna í …
Gísli Freyr Valdórsson og Björn Ingi Hrafnsson ræða stöðuna í borginni. Þá mætir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg og lýsir stöðunni eins og hún blasir við henni. mbl.is/samsett mynd

Spursmál verða send út kl. 14:00 í dag í ljósi atburða í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutinn sprakk á föstudag og alls óvíst hverjir munu halda um stjórnartaumana í borginni á komandi mánuðum.

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins mun mæta á svæðið og ræða stöðuna eins og hún blasir við henni.

Borgarstjórn Reykjavíkur er nú óstarfhæf eftir að meirihlutinn sprakk með …
Borgarstjórn Reykjavíkur er nú óstarfhæf eftir að meirihlutinn sprakk með látum á föstudag. Morgunblaðið/Karítas

Fleirum boðið að borðinu

Einari Þorsteinssyni, borgarstjóra, Heiðu Björk Hilmisdóttur, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn og Dóru Björt Sigurjónsdóttur, oddvita Pírata á sama vettvangi var einnig boðið að mæta til leiks. Einar og Heiða Björk geta ekki þekkst boðið en engin svör berast frá Dóru Björt.

Þá verður einnig rætt við Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann formanns Miðflokksins en hann er margreyndur af störfum á vettvangi borgarstjórnar og Gísli Freyr Valdórsson, stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmála.

Fylgist með upplýsandi umræðu um viðkvæma stöðu í langstærsta sveitarfélagi landsins á mbl.is kl. 14:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert