Fálkastofninn sagður í bráðri hættu

Fuglaflensan er talin hafa borist í fálka frá smituðum farfuglun …
Fuglaflensan er talin hafa borist í fálka frá smituðum farfuglun sem hingað komu frá Bretlandseyjum vorið 2021 og urðu fálkum að bráð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hrun hefur orðið í íslenska fálkastofninum undanfarin 4 ár og hefur varpstofn fálkans ekki verið minni frá því að farið var að vakta stofninn árið 1981.

Hann er nú talinn vera 150 til 200 pör, en var 300 til 400 pör þegar stofnstærðin var metin síðast.

Segir Ólafur K. Nielsen vistfræðingur, sem fylgst hefur með fálkastofninum undanfarna áratugi, að skýringin á hinni miklu fækkun fálka sé sú að fuglaflensa hafi herjað á stofninn. Fálkastofninn sé nú kominn niður í nokkur hundruð fugla og hafi ungfuglar orðið sérstaklega illa úti af völdum flensunnar. Telur hann stofn fálkans vera í bráðri hættu. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert