Fálkastofninn sagður í bráðri hættu

Fuglaflensan er talin hafa borist í fálka frá smituðum farfuglun …
Fuglaflensan er talin hafa borist í fálka frá smituðum farfuglun sem hingað komu frá Bretlandseyjum vorið 2021 og urðu fálkum að bráð. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hrun hef­ur orðið í ís­lenska fálka­stofn­in­um und­an­far­in 4 ár og hef­ur varp­s­tofn fálk­ans ekki verið minni frá því að farið var að vakta stofn­inn árið 1981.

Hann er nú tal­inn vera 150 til 200 pör, en var 300 til 400 pör þegar stofn­stærðin var met­in síðast.

Seg­ir Ólaf­ur K. Niel­sen vist­fræðing­ur, sem fylgst hef­ur með fálka­stofn­in­um und­an­farna ára­tugi, að skýr­ing­in á hinni miklu fækk­un fálka sé sú að fuglaflensa hafi herjað á stofn­inn. Fálka­stofn­inn sé nú kom­inn niður í nokk­ur hundruð fugla og hafi ung­fugl­ar orðið sér­stak­lega illa úti af völd­um flens­unn­ar. Tel­ur hann stofn fálk­ans vera í bráðri hættu. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert