Vita ekki hvenær aðgerðir verða kynntar

Kynna átti aðgerðir í júní en áætlun hefur ekki litið …
Kynna átti aðgerðir í júní en áætlun hefur ekki litið dagsins ljós. mbl.is/Karítas

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur enn ekki kynnt aðgerðir stjórnvalda í menntamálum fyrir tímabilið 2024 til 2027.

Með aðgerðunum á meðal ann­ars að bregðast við slök­um ár­angri ís­lenskra grunn­skóla­nema í PISA-könn­un­inni árið 2022, en sá ár­ang­ur kom í ljós fyr­ir rúmu ári.

Ásmundur Einar Daðason, fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra, kynnti drög að tuttugu aðgerðum í lok september. Voru þá liðnir þrír mánuðir frá því að upphaflega átti að kynna aðgerða­áætlunina.

Aðgerðirnar sem voru kynntar á þinginu voru sem fyrr segir aðeins drög og var óskað eftir endurgjöf þinggesta til að leggja lokahönd á þær.

Í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins segir að ráðuneytið sé búið að vinna úr endurgjöfinni og gera breytingar á aðgerðaáætluninni í samræmi við hana. Lauk þeirri vinnu í haust. Aftur á móti var ákveðið að fresta útgáfu áætlunarinnar vegna stjórnarslita. Var það gert til að gefa nýjum ráðherra og nýrri ríkisstjórn tækifæri til að fara yfir og laga aðgerðaáætlunina að sínum áherslum. Þeirri vinnu er ólokið og liggur útgáfudagur ekki fyrir.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert