Vita ekki hvenær aðgerðir verða kynntar

Kynna átti aðgerðir í júní en áætlun hefur ekki litið …
Kynna átti aðgerðir í júní en áætlun hefur ekki litið dagsins ljós. mbl.is/Karítas

Mennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur enn ekki kynnt aðgerðir stjórn­valda í mennta­mál­um fyr­ir tíma­bilið 2024 til 2027.

Með aðgerðunum á meðal ann­ars að bregðast við slök­um ár­angri ís­lenskra grunn­skóla­nema í PISA-könn­un­inni árið 2022, en sá ár­ang­ur kom í ljós fyr­ir rúmu ári.

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, fyrr­ver­andi mennta- og barna­málaráðherra, kynnti drög að tutt­ugu aðgerðum í lok sept­em­ber. Voru þá liðnir þrír mánuðir frá því að upp­haf­lega átti að kynna aðgerða­áætl­un­ina.

Aðgerðirn­ar sem voru kynnt­ar á þing­inu voru sem fyrr seg­ir aðeins drög og var óskað eft­ir end­ur­gjöf þing­gesta til að leggja loka­hönd á þær.

Í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins seg­ir að ráðuneytið sé búið að vinna úr end­ur­gjöf­inni og gera breyt­ing­ar á aðgerðaáætl­un­inni í sam­ræmi við hana. Lauk þeirri vinnu í haust. Aft­ur á móti var ákveðið að fresta út­gáfu áætl­un­ar­inn­ar vegna stjórn­arslita. Var það gert til að gefa nýj­um ráðherra og nýrri rík­is­stjórn tæki­færi til að fara yfir og laga aðgerðaáætl­un­ina að sín­um áhersl­um. Þeirri vinnu er ólokið og ligg­ur út­gáfu­dag­ur ekki fyr­ir.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert