Riðuveiki hefur ekki greinst í neinum sýnum sem tekin voru árið 2024, að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar.
Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum hefur lokið rannsókn á öllum þeim heilasýnum er tekin voru á síðasta ári og ekkert þeirra hefur greinst með það sem kallað er klassísk riða.
Þó hafa tvö sýni, frá sitt hvorum bænum, fengið jákvæða greiningu vegna afbrigðilegrar riðu, eða afbrigðinu NOR98.
Kallar slík greining ekki á neinar aðgerðir þar sem viðurkennt er að NOR98 smitefnið berist ekki á milli kinda.