Hægt að reikna út nákvæmlega hvað þarf að fella

Hafist var handa við að fella tré í Öskjuhlíð í …
Hafist var handa við að fella tré í Öskjuhlíð í dag. mbl.is/Karítas

„Það sem er hægt að lesa út úr þess­um mynd­um er kannski um­fangið á gróðrin­um og hvar eru há tré og annað,“ seg­ir Karl Arn­ar Arn­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Loft­mynda hf.

Fyr­ir­tækið deildi í dag mynd­um frá ár­inu 2023 á Face­book sem sýna hæðarmæl­ingu trjánna í Öskju­hlíð.

Mjög ná­kvæmt hæðarlík­an

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Karl að ekki sé um loft­mynd að ræða held­ur geislamæl­ingu.

„Flug­vél­in flýg­ur yfir með græju sem skýt­ur niður gíf­ur­legu magni af svona geislaskot­um og mæl­ir síðan tím­ann sem það tek­ur geisl­ann að koma aft­ur til baka.“

Að sögn Karls er geisl­un­um skotið frá vél­inni og verða þykk­ari og þykk­ari eft­ir því sem þeir fara lengra niður.

„Svo end­urkast­ast hann af ein­hverju sem hann lend­ir á en hluti af hon­um held­ur áfram. Þannig að hann get­ur byrjað kannski á trjátoppi og farið síðan niður á grein, svo aðra grein og endað svo niðri á jörðinni.“

Er það svo reikni­rit sem get­ur reiknað hvenær geisl­arn­ir lenda á trjám og á jörðu. Því sé hægt að búa til mjög ná­kvæmt hæðarlík­an.

Set­ur ekki at­huga­semd út á fjöld­ann

Til stend­ur að fella að minnsta 1.400 tré í Öskju­hlíðinni sök­um ógn­ar við flu­gör­yggi hjá Reykja­vík­ur­flug­velli og var byrjað að fella fyrstu trén í dag.

Karl seg­ir að með færsl­unni sé ekki verið að gera at­huga­semd við fjölda þeirra trjáa sem kraf­ist hef­ur verið að verði felld.

„En með þess­um gögn­um hins veg­ar væri hægt, með smá fyr­ir­vara, að reikna þetta út ná­kvæm­lega hvað væri hægt að fella.“

Stefna aðra mæl­ingu í apríl

Hann seg­ir þó vel vera að fjöldi þeirra trjáa sem ákveðið hef­ur verið að verði felld­ur sé rétt­ur þar sem hægt sé að fá hæðarmæl­ingu einnig með drón­um og nefn­ir hann að það megi vel vera að það hafi verið gert.

Hann tek­ur þó fram að það hefði mátt setja fram með skýr­ari og ná­kvæm­ari hætti hve mörg tré ætti að fella og hvar.

Nefn­ir Karl að Loft­mynd­ir hf. stefni á að fara í aðra mæl­ingu í apríl á þessu ári þar sem reynt verði að mæla allt það sem standi upp úr jörðu á svæðinu og ætti þá að fást ná­kvæm­ari mynd en sem fyrr seg­ir eru mynd­irn­ar sem deilt var fyrr í dag frá 2023.

Hægt er að lesa nán­ar um mæl­ing­una hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert