Lokun óásættanleg fyrir þjóðina

Ekki má mikið út af bera til þess að fella …
Ekki má mikið út af bera til þess að fella þurfi niður flug. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er ótrú­legt að þetta sé staðan. Þeir sem ráða för þurfa að bregðast hratt við og hefðu í raun átt að vera bún­ir að því fyr­ir löngu,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri Icelanda­ir um lok­un aust­ur/​vest­ur-flug­braut­ar­inn­ar í Reykja­vík.

Flug­braut­inni var lokað á miðnætti á föstu­dag sam­kvæmt til­skip­un frá Sam­göngu­stofu til Isa­via. Ákvörðunin var tek­in þar sem hæð trjáa í Öskju­hlíð ógn­ar flu­gör­yggi til og frá höfuðborg­inni. Reykja­vík­ur­borg hef­ur frest til að svara er­indi Sam­göngu­stofu til 17. fe­brú­ar og frest til 21. mars til að bregðast við.

Mik­il­væg­ur hluti af innviðum

Bogi seg­ir að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur sé mjög mik­il­væg­ur hluti af innviðum þjóðar­inn­ar hvað varðar inn­an­lands­flug og sjúkra­flug.

„Það er búið að þrengja að flug­vell­in­um síðustu ár og það er ekki ásætt­an­legt að fólk láti þessa stöðu koma upp, hvorki fyr­ir okk­ur, þjóðina og sér­stak­lega ekki lands­byggðina.“

Aðspurður seg­ir Bogi ekk­ert til­vik hafa komið upp síðan á laug­ar­dag, að ekki hafi verið hægt að lenda.

„Þetta hef­ur samt áhrif á rekstr­ar­skil­yrði og það má ekki mikið út af bera til þess að þetta hafi þau áhrif að fella þurfi niður flug. Ef vindátt og aðstæður verða þannig, þá get­ur það hæg­lega gerst.“

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert