„Við verðum að fá sjúkrabíl strax“

Lífsbarátta Páll Steingrímsson lá milli heims og helju í tvo …
Lífsbarátta Páll Steingrímsson lá milli heims og helju í tvo sólarhringa og var fluttur með sjúkraflugi suður. Morgunblaðið/RAX

Byrlun­ar­málið svo­kallaða hófst í maí 2021 þegar Páll Stein­gríms­son skip­stjóri til­kynnti lög­reglu­yf­ir­völd­um að hon­um hefði verið byrlað ólyfjan og að sú aðför hafi nærri kostað hann lífið.

Tak­markað hef­ur verið fjallað um málið á síðum Morg­un­blaðsins frá því að það kom fyrst upp enda lítið um op­in­ber gögn til að styðjast við. Í kjöl­far viðtals við Pál, sem birt var í Spurs­mál­um á mbl.is þann 7. fe­brú­ar síðastliðinn, hef­ur blaðið kom­ist yfir mikið magn upp­lýs­inga sem varpa skýr­ara ljósi en áður á um­rædda at­b­urði.

Verður máli þessu gerð skil í greina­flokki í blaðinu á kom­andi dög­um. Hér að neðan má sjá fyrstu grein­ina sem birt var í Morg­un­blaðinu nú í morg­un.

Sú næsta birt­ist í blaðinu næst­kom­andi laug­ar­dag.

Tví­veg­is boðinn áfeng­ur drykk­ur

Páll Stein­gríms­son kom í land næst­síðasta dag apr­íl­mánaðar 2021 eft­ir nokkuð stíft út­hald. Þótt hug­ur hans hafi senni­lega að ein­hverju leyti hverfst um afla­brögðin þá stóð hann í ströngu. Yf­ir­vof­andi var skilnaður hans við þáver­andi eig­in­konu en sam­band þeirra hafði verið storma­samt, meðal ann­ars vegna mik­illa and­legra veik­inda henn­ar. Höfðu þau auðnu­brigði litað sam­skipti þeirra um nokk­urt skeið.

Þegar í land var komið fékk Páll sér her­bergi á Hót­el Óðinsvé­um við Þórs­götu í Reykja­vík. Þangað vitjaði eig­in­kona hans frá­far­andi hans og hef­ur hann lýst því í skýrslu­tök­um og viðtöl­um að þar hafi hún boðið hon­um vínglas. Vildi hann ekki þiggja það og erfið sam­skipti ollu því að hann ákvað að halda norður til Ak­ur­eyr­ar en þar hef­ur Páll búið síðustu ára­tugi.

Degi síðar eru Páll og kona hans bæði kom­in norður. Býður hún hon­um bjórglas sem hann hef­ur lýst op­in­ber­lega að hann hafi þegið með sem­ingi. Þetta er að kvöldi 2. maí. Hafi hon­um fund­ist bragðið af hon­um und­ar­lega beiskt. Skutlaði hann drykkn­um þó í sig.

Vakn­ar fár­veik­ur

Um það bil tveim­ur tím­um síðar hófst at­b­urðarás þar sem minnstu munaði að Páll léti lífið. Er málið oft­ast nefnt byrlun­ar­málið í al­mennu tali. Hef­ur það ratað um völ­und­ar­hús ís­lenska rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins án þess að botn hafi feng­ist í það hvað olli bráðaveik­ind­um Páls, né held­ur hverj­ir stóðu að baki aðgerð sem miðaði að því að kom­ast yfir per­sónu­leg gögn skip­stjór­ans, meðan hann barðist fyr­ir lífi sínu á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans. 

Páll Steingrímsson
Páll Stein­gríms­son

Átti sér einskis ills von

Eins og áður grein­ir frá lagðist Páll til svefns að kvöldi sunnu­dags­ins 2. maí og átti sér einskis ills von. Um tveim­ur tím­um síðar vakn­ar hann mikið veik­ur og bregður á það ráð að koma sér yfir að húsi ná­granna sinna, hjóna sem hann þekkti vel. Féll hann í fang þeirra og bað um að kallað yrði eft­ir sjúkra­bíl.

Í end­ur­riti af sam­tali fólks­ins við Neyðarlín­una þessa nótt má ljóst vera að ástand Páls var mjög al­var­legt og versnaði hratt. „Við verðum að fá sjúkra­bíl strax,“ er kallað þegar starfsmaður Neyðarlín­unn­ar svar­ar. Af sam­tal­inu má ráða að Páll hafi verið mjög mátt­far­inn og missti hann nokkr­um sinn­um meðvit­und þótt hann hafi að ein­hverju leyti getað tjáð sig. Þegar til­kynnt er að sjúkra­bíll sé á leiðinni höfðu þau misst sam­band við hann.

Eig­in­kon­an hvergi sjá­an­leg

Ekki ligg­ur fyr­ir af hverju Páll leitaði ekki til eig­in­konu sinn­ar þegar veik­ind­anna varð vart held­ur hélt út úr húsi í leit að bjargráðum. Í skýrslu hjá lög­reglu lýsti ná­granna­kona hans því hins veg­ar að eft­ir að Páll var flutt­ur á brott hafi hún séð að úti­dyra­h­urð á heim­ili hans var opin. Gekk hún að hús­inu, bankaði létt á dyrn­ar og gekk svo inn. Vakti hún þar dótt­ur Páls en kona hans var hvergi sjá­an­leg. Hún hafi „[…] svo nokkru seinna komið yfir til þeirra [ná­granna­hjón­anna] og virkað ró­leg og yf­ir­veguð, hún hafi þakkað fyr­ir upp­lýs­ing­arn­ar og farið aft­ur heim til sín“.

Hvað skýrði veik­ind­in?

Páll var flutt­ur í skyndi á Sjúkra­húsið á Ak­ur­eyri (SAk) en í skýrslu sjúkra­flutn­inga­manna kem­ur fram að Páll hafi náð meðvit­und og þar lýst því yfir að hann hafi talið að hann hefði fengið matareitrun af ham­borg­ara sem hann hafði neytt um kvöldið en að það gæti ekki staðist því fjöl­skyld­an hefði öll borðað sama mat­inn. Þá lýsti hann því yfir á þess­um tíma­punkti að hann teldi að fyr­ir sér hefði verið eitrað. Í sam­skipt­um við sjúkra­flutn­inga­menn sagðist hann ekki hafa tekið nein lyf inn í aðdrag­anda veik­ind­anna, en virðist þó á ein­um tíma­punkti hafa dregið í land með það. „Ját­ar síðar að hann hafi tekið inn slævandi lyf, ekki tekst að fá fram hvaða lyf,“ seg­ir í skýrsl­unni. Ekki er hægt að ráða af gögn­um máls hvort þar hafi Páll verið að vísa til inn­töku af fús­um og frjáls­um vilja, eða þeirr­ar full­yrðing­ar sem frá hon­um stafaði á sama tíma um að hann teldi að sér hefði verið byrluð ólyfjan.

Á SAk var gripið til lífs­bjarg­andi meðferðar og hef­ur Páll lýst því op­in­ber­lega að hann hafi nokkr­um sinn­um lent í hjarta­stoppi, því fyrsta snemma morg­uns 3. maí. Þá virt­ist hann þjást af al­var­legri nýrna­bil­un sem af­leiðingu af eitrun. Var hann ræst­ur að nýju með rafstuði. Ein­hvern tíma í þessu ati af­henti frá­far­andi eig­in­kona Páls heil­brigðis­starfs­fólki poka með lyfj­um af heim­il­inu og inni­hélt hann meðal ann­ars töfl­ur af svefn­lyf­inu Imovane og sterku verkjalyfi sem nefn­ist Tra­dol­an.

Á SAk voru fram­kvæmd­ar hefðbundn­ar rann­sókn­ir og kom í ljós að et­anól var ekki mæl­an­legt í blóði og skimun fyr­ir al­geng­ustu fíkni­efn­um var einnig nei­kvæð.

Dældu móteitri í Pál

Ekki voru gerðar sér­stak­ar mæl­ing­ar á því hvort inni­halds­efni Imovane og Tra­dol­ans væru í blóði Páls á þess­um tíma­punkti. Hins veg­ar er ljóst af skýrslu frá SAk að Páli var veitt móteitrið naloxon og síðar, eða um morg­un­inn 3. maí, móteitrið flu­mazenil. Fyrr­nefnda efnið er ráðlagt við ofskömmt­un Trama­dóls og hið síðar­nefnda við ofskömmt­un svo­kallaðs zópíklóns, sem er virka inni­halds­efnið í Imovane. Zópíklón hvarf­ast mjög hratt úr manns­lík­am­an­um og því hefði skipt sköp­um fyr­ir rann­sókn á veik­ind­um Páls að fá úr því skorið hvort efnið hefði fund­ist í mikl­um skömmt­um í lík­ama hans þegar veik­ind­anna varð vart. Ekki hef­ur feng­ist svar við því af hverju lög­regla lét ekki gera víðtæk­ari eit­ur­efn­a­rann­sókn á Páli í ljósi þess sem hann full­yrti í sam­tali við sjúkra­flutn­inga­menn­ina, nótt­ina sem hann veikt­ist.

Sú staðreynd að hon­um var gefið flu­mazenil fyrr­nefnd­an morg­un gef­ur hins veg­ar sterk­lega til kynna að lækn­ar hafi talið að um eitrun af völd­um zópíklóns hafi verið að ræða. Sér­fræðing­ur í bráðalækn­ing­um sem Morg­un­blaðið hef­ur rætt við seg­ir það raun­ar staðfest­ingu á að al­var­leg­ur grun­ur um slíka eitrun sé að ræða. Mjög vara­samt geti verið að gefa flu­mazenil nema í slík­um til­vik­um þar sem lyfið getið haft al­var­leg­ar auka­verk­an­ir, meðal ann­ars lækkað svo­kallaðan kramp­astuðul.

Hvað seg­ir eit­ur­efna­fræðin?

Páll upp­lýsti í fyrr­nefndu viðtali í Spurs­mál­um að hann hefði út­vegað frá­far­andi eig­in­konu sinni skammta af svefn­lyf­inu Imovane í apríl 2021, ör­fá­um dög­um áður en veik­indi hans brustu á. Hún hefði beðið hann um það, þar sem hún hefði átt erfitt með svefn. Full­yrðir Páll að hún hafi leyst lyfið út.

Síðar kallaði lög­regl­an á Norður­landi eystra eft­ir upp­lýs­ing­um frá Rann­sókna­stofu í lyfja- og eit­ur­efna­fræði við Há­skóla Íslands (RLE) um þessi efni og óskaði eft­ir mati stofn­un­ar­inn­ar á fyr­ir­liggj­andi gögn­um úr heil­brigðis­kerf­inu í tengsl­um við þá lækn­is­meðferð sem Páll hlaut.

Þar er bent á að Imovane geti haft slævandi áhrif á miðtauga­kerfi, allt frá syfju til dás. Seg­ir að ofskömmt­un lyfs­ins eigi ekki að vera lífs­hættu­leg „nema sam­tím­is hafi verið notuð önn­ur lyf sem bæla miðtauga­kerfið, þ.m.t. áfengi“. Þá seg­ir að bæl­andi áhrif á miðtauga­kerfi geti auk­ist við sam­tím­is notk­un ým­issa lyfja, meðal ann­ars sterkra verkjalyfja.

Flutt­ur í snar­hasti suður

Páll var í lífs­hættu eft­ir að á SAk var komið og gripu lækn­ar til ým­issa aðgerða til þess að halda hon­um á lífi. Það virt­ist þó ekki duga til og að lok­um var ákveðið að flytja hann til Reykja­vík­ur með sjúkra­flugi. Það gerðist 4. maí. Var Páli haldið sof­andi í önd­un­ar­vél og var hann að lok­um vak­inn þann 6. maí.

Fljót­lega eft­ir að hann komst til meðvit­und­ar fékk hann farsíma sinn í hend­ur. Þá grunaði hann ekki hversu víðförult tækið hafði gerst meðan hann lá rænu­laus á sjúkra­hús­inu, né held­ur hversu marg­ir höfðu farið hönd­um um það. Sá grun­ur átti þó eft­ir að vakna fljótt og má segja að það sé upp­haf hins magnþrungna byrlun­ar­máls.

Páll var út­skrifaður af sjúkra­húsi þann 11. maí.

Þrem­ur dög­um síðar, og tæp­um tveim­ur vik­um eft­ir að lík­ami hans tók skyndi­lega að gefa sig, gekk Páll inn á lög­reglu­stöðina á Ak­ur­eyri og óskaði eft­ir sam­tali við lög­reglu­mann. Sag­an sem á eft­ir fylgdi var lyg­inni lík­ust.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert