Daði kynnir nýtt verklag um val á einstaklingum til stjórnarsetu

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eyþór

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur sett regl­ur um val á ein­stak­ling­um til stjórn­ar­setu í rík­is­fyr­ir­tækj­um, sem eiga að tryggja að til­nefnd­ir stjórn­ar­menn velj­ist á grund­velli hæfni, mennt­un­ar eða reynslu.

Aug­lýst hef­ur verið eft­ir áhuga­söm­um ein­stak­ling­um til að gefa kost á sér í stjórn­ir stærri rík­is­fyr­ir­tækja sem eru: Lands­virkj­un, Landsnet, Rarik, Orku­bú Vest­fjarða, Ísland­s­póst­ur, Isa­via og Harpa.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins. 

Gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hags­muna­árekstr­um

Í regl­un­um seg­ir að sam­setn­ing stjórna skuli vera með þeim hætti að tryggð sé næg þekk­ing, kunn­átta, fjöl­breytni og reynsla ein­stak­linga sem þar eiga sæti. Stjórn­ar­menn skulu vera óháðir fyr­ir­tæk­inu og stjórn­end­um þess og gæta þurfi að því að ekki sé hætta á hags­muna­árekstr­um vegna annarra starfa stjórn­ar­manna. Hvorki starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins né kjörn­ir full­trú­ar á Alþingi eða í sveit­ar­stjórn­um skulu til­nefnd­ir í stjórn­ir rík­is­fyr­ir­tækja.

Val­nefnd skal til­nefna tvo aðila fyr­ir hvert stjórn­ar­sæti og skal ráðherra velja úr þeim hópi í stjórn­irn­ar. Við sam­setn­ingu stjórn­ar skal val­nefnd líta til þess að inn­an henn­ar sé hæfi­leg breidd hvað varðar meðal ann­ars mennt­un, fag­leg­an bak­grunn, kyn, þekk­ingu og reynslu, seg­ir enn frem­ur. 

Skipt­ir máli að stjórn­ir séu skipaðar hæf­um ein­stak­ling­um

„Það skipt­ir miklu máli að stjórn­ir fyr­ir­tækja í eigu rík­is­ins séu skipaðar hæf­um ein­stak­ling­um með hald­góða reynslu eða góða þekk­ingu sem hæf­ir viðkom­andi fyr­ir­tæki. Því er mik­il­vægt að val á ein­stak­ling­um í stjórn­ir rík­is­fyr­ir­tækja fari fram á fag­leg­um for­send­um þannig að ein­stak­ir stjórn­ar­menn og stjórn­in í heild þjóni sem best hags­mun­um viðkom­andi fyr­ir­tæk­is. Við höf­um viðhaft svipað fyr­ir­komu­lag við val í stjórn­ir bank­anna und­an­far­in ár með góðum ár­angri. Síðast en ekki síst er þessi leið í sam­ræmi við leiðbein­ing­ar OECD um góða stjórn­ar­hætti þegar kem­ur að til­nefn­ingu í stjórn­ir op­in­berra fyr­ir­tækja,“ er haft eft­ir ráðherra í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka