Fundu skotvopn í Laugalækjarskóla

Laugalækjarskóli.
Laugalækjarskóli. mbl.is/sisi

Lög­regla hef­ur hald­lagt skot­vopn sem fannst á þaki Lauga­lækj­ar­skóla eft­ir árs­hátíð sem fór fram í Laug­ar­dals­höll í gær­kvöldi. 

Þrír pilt­ar sem voru á heim­leið príluðu upp á þak skól­ans og fundu hið meinta skot­vopn í tösku á þaki skól­ans og gerðu lög­reglu strax viðvart. Lög­regla kom á staðinn, ræddi við dreng­ina og hald­lagði skot­vopnið.

Ásmund­ur Rún­ar Gylfa­son, stöðvar­stjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfesti að lög­regla hefði tekið skot­vopnið í sína vörslu. Hann sagði að eng­in skot­færi hefðu fund­ist og að lög­regla hafi verið í sam­bandi við skóla­stjórn­end­ur sem munu upp­lýsa for­eldra frek­ar um málið.  

„Þetta reynd­ist vera skot­vopn og lög­regla er með þetta til skoðunar. Við erum meðal ann­ars að skoða mynd­efni,“ seg­ir Ásmund­ur. 

Umræða hef­ur skap­ast um málið meðal for­eldra í skól­an­um á spjall­borði og er mörg­um eðli­lega brugðið.

Jón Páll Har­alds­son, skóla­stjóri í Lauga­lækj­ar­skóla, seg­ir að hann muni ekki tjá sig um málið fyrr en for­eldr­ar hafa verið upp­lýst­ir um mála­vexti.

Upp­fært: Í fyrstu út­gáfu frétt­ar­inn­ar sagði að árs­hátíðin hefði verið í skól­an­um en hið rétta er að hún var í Laug­ar­dals­höll og voru dreng­irn­ir á heim­leið þegar þeir fundu skot­vopnið. Þá sagði í fyrstu út­gáfu að um meint skot­vopn hafi verið að ræða, en nú hef­ur lög­regla staðfest að grip­ur­inn sé raun­veru­legt skot­vopn.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert